Ekkert gas til Evrópu um Úkraínu

Gasleiðslur í Úkraínu.
Gasleiðslur í Úkraínu. Reuters

Rússar lokuðu í morgun fyrir allan gasflutning til Evrópu í gegnum Úkraínu að sögn talsmannns úkraínska gasfyrirtækisins Naftogaz.  Þá skrúfuð Rússar líka fyrir allan gasflutning til Slóvakíu í gærkvöldi og til Austuríkis nú í nótt.

„Rússar stöðvuðu allan flutning í gegnum Úkraínu kl. 7.44 (5.44 að íslenskum tíma),“ hefur AFP-fréttastofan eftir Valentin Zemlyansky talsmanni fyrirtæksins. „Rússar hafa skilið Evrópu eftir gaslausa“

Þessi nýjasta aðgerð þykir merkja en meiri hörku í gasdeilunni milli Rússlands og Úkraínu. Á þriðjudag höfðu 17 Evrópuríki þegar tilkynnt um gasskort.

Í bréfi sem Viktor Yushchenko, forseti Úkraínu, sendi Dmitry Medvedev forseta Rússlands og Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, krefst hann þess að Rússar hefji samstundis gasflutninga til Evrópu að nýju.

Um fjórðungur af öllu jarðgasi, sem notað er í löndum Evrópusabandsins kemur frá Rússlandi og er um 80% af því gasi flutt um leiðslur í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert