Gyðingum víða hótað

Bænahús gyðinga í Toulouse í Frakklandi.
Bænahús gyðinga í Toulouse í Frakklandi. Reuter

Hótunum gegn gyðingum og árásum á bænahús þeirra og sendiráð hefur fjölgað víðsvegar um Evrópu í kjölfar árása ísraelska hersins á Gaza svæðið.

Kveikt hefur verið tvisvar í safnaðarheimili gyðinga í Helsingborg í Svíþjóð síðastliðna viku og reynt hefur verið að kveikja í  safnaðarheimili þeirra í Malmö. Krotað hefur verið á ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Í Danmörku skaut maður af palestínskum uppruna á tvo Ísraelsmenn á laugardaginn.

Lögreglan í Belgíu hefur nú aukið viðbúnað sinn eftir að óeirðir brutust út í gær í tengslum við mótmælagöngu gegn hernaði Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum.

Í Frakklandi var bensínsprengjum varpað að bænahúsi gyðinga í Toulouse á mánudagskvöld. Um 10 manns voru í bænahúsinu en engan sakaði. Í nágrenninu fannst annar bíll með bensínsprengjum. Ráðist hefur verið á verslanir gyðinga í Bordeaux.

Í norðvesturhluta London var reynt að kveikja í bænahúsi gyðinga um helgina. Í yfirlýsingu eins af félögum gyðinga í Englandi segir að venjulega sé að einhverju leyti ráðist gegn þeim tvisvar til þrisvar sinnum í viku en nú séu tilfellin 20 til 25.

Á fréttavef Svenska Dagbladet er haft eftir heimildarmanni innan öryggisdeildar safnaðar gyðinga í Stokkhólmi að atburðir í
Miðausturlöndum hafi alltaf áhrif á söfnuði gyðinga í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert