„Kreppan getur ógnað þjóðaröryggi Breta"

Jonathan Evans er hann veitti sitt fyrsta opinbera viðtal í …
Jonathan Evans er hann veitti sitt fyrsta opinbera viðtal í gær. AP

Jonathan Evans, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, segir að mjög hafi dregið úr hryðjuverkaógn í Bretlandi á undanförnum tveimur árum. Segir hann að sakfellingar í málaferlum gegn 86 aðilum vegna hryðjuverkastarfsemi hafa dregið mjög úr kjarki og krafti þeirra sem líklegir séu til að skipuleggja hryðjuverk í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Evans segir þó ljóst að al-Qaeda samtökin hafi þó enn einbeittan vilja til að fremja hryðjuverk í landinu. „Leyniþjónustuupplýsingar sýna að það er vilji fyrir hendi til árása hér. Umtalsverður hópur fólks styður slíkt á óvirkan hugmyndafræðilega. Það vinnur m.a. að fjáröflun og við að aðstoða  fólk við að komast til Afganistans, Pakistans og Sómalíu," segir hann.

Þá varar hann við því að fjármálakreppan í heiminum geti skapað nýjar hættur á hryðjuverkum og jafnvel ógnað þjóðaröryggi Breta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert