Mútuðu prófessorunum

mbl.is/Arnaldur

Tíu prófessorar við háskólann í Zagreb í Króatíu voru í dag ákærðir fyrir að hafa þegið mútur. Tuttugu aðrir voru einnig ákærðir fyrir hafa þegið mútur eða greitt mútur.

Prófessorarnir eru sakaðir um að leyfa stúdentum að útskrifast hvernig svo sem þeir hafa staðið sig og jafnvel þótt þeir hafi ekki mætt í próf. Í staðinn greiddu nemendur og foreldrar þeirra prófessorunum á milli 200 til 2000 evrur.

Dómstóll í Zagreb hefur þegar dæmt nokkra stúdenta og foreldra þeirra í allt að níu mánaða fangelsi fyrir mútugreiðslur. Króatísk yfirvöld eru nú í herferð gegn spillingu vegna umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert