Nicolas Sarkozy Frakklandaforseti segir að Ísraelar og palestínska heimastjórnin hafi samþykkt friðaráætlun, sem Frakkar og Egyptar lögðu fram í sameiningu.
„Forsetinn fagnar því að Ísraelar og palestínska heimstjórnin hafi samþykkt ætlun Frakka og Egypta sem Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, kynnti í gærkvöldi,“ segir talsmaður Sarkozy.
„Forsetinn hefur kallað eftir því að áætlunin verði komið í framkvæmd eins fljótt og auðið sé svo koma megi í veg fyrir frekai þjáningar íbúanna,“ segir ennfremur í tilkynningu frá frönsku forsetaskrifstofunni.