Sjö deyja í frosthörkum í Póllandi

Sjö manns frusu til bana í Póllandi á þriðju­dag. Mikl­ar frost­hörk­ur eru nú í land­inu og fór hita­stig niður í mín­us 25 gráður þenn­an dag. 

Lík heim­il­is­lauss manns á sjö­tugs­aldri fannst í yf­ir­gef­inni bygg­ingu í Jozefow, í suðaust­ur­hluta Pól­lands, og maður á miðjum aldri sem bjó einn í þorp­inu Eligi­ow fannst lát­inn nærri heim­ili sínu.

Að sögn pólska inn­an­ríki­ráðuneyt­is­ins hafa 76 lát­ist vegna kuld­ans frá því í nóv­em­ber sl. Flest­ir þeirra sem lát­ist hafa voru heim­il­is­laus­ir og og sofnuðu marg­ir þeirra ut­an­dyra und­ir áhrif­um áfeng­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert