Sjö manns frusu til bana í Póllandi á þriðjudag. Miklar frosthörkur eru nú í landinu og fór hitastig niður í mínus 25 gráður þennan dag.
Lík heimilislauss manns á sjötugsaldri fannst í yfirgefinni byggingu í Jozefow, í suðausturhluta Póllands, og maður á miðjum aldri sem bjó einn í þorpinu Eligiow fannst látinn nærri heimili sínu.
Að sögn pólska innanríkiráðuneytisins hafa 76 látist vegna kuldans frá því í nóvember sl. Flestir þeirra sem látist hafa voru heimilislausir og og sofnuðu margir þeirra utandyra undir áhrifum áfengis.