Átta ára fangelsi fyrir samkynhneigð

MARKO DJURICA

Átta ára fangelsisdómur yfir níu samkynhneigðum karlmönnum í Afríkuríkinu Senegal hefur vakið hörð viðbrögð hjá alþjóðlegum samtökum mannréttindasamtökum. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Senegal og voru mennirnir dæmdir fyrir ósæmilega hegðun og óeðli.

Að því er fram kemur á vef BBC voru mennirnir allir dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir samkynhneigð en dómarinn bætti síðan þremur árum við hjá hverjum og einum þeirra fyrir að vera liðsmenn glæpasamtaka. Mennirnir hafa flestir tekið þátt í starfi samtaka sem berjast gegn HIV og alnæmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert