Fangelsi fyrir að vanrækja nýfætt barn sitt

Þýsk kona á þrítugsaldri var í dag dæmd í tveggja ára og átta mánaða fangelsi fyrir hugsa ekki um nýfætt barn sitt. Leiddi vanræksla hennar til dauða barnsins.

Konan sem sinnti herskyldu þegar hún átti barnið bar við að hún hefði ekki vitað af þunguninni, hún hefði verið í miklu áfalli og væri ábyrgð hennar því takmörkuð. Dómurinn í Verden í Þýskalandi féllust ekki á rök hennar. Taldi dómurinn að saksóknari hefði fært sönnur á að konan hefði vitað um þungun sína, alla vega nokkrum dögum fyrir fæðingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert