Ísrael svarar skeytum Líbana

Ísraelsk móðir skýlir börnum sínum er viðvörunabjalla glymur í bænum …
Ísraelsk móðir skýlir börnum sínum er viðvörunabjalla glymur í bænum Kfar Azza í suðurhluta Ísraels. AP

Ísra­elski her­inn skaut flug­skeyt­um inn í norðan­verðan hluta Líb­anon nú fyr­ir stundu, sam­kvæmt heim­ild­um AFP. Fyrr í morg­un var fjór­um eld­flauga­skeyt­um skotið frá Líb­anon inn í Ísra­el. Ham­as sam­tök­in segj­ast ekki vera ábyrg fyr­ir árás­un­um frá Líb­anon.

Fimm særðust lít­il­lega þegar flug­skeyti Líb­anon lentu um­hverf­is bæ­inn Nahariya, að því er kem­ur fram í ísra­elsk­um fréttamiðlum.

Ham­as sam­tök Palestínu­manna segj­ast enga ábyrgð bera á loft­skeyta­árás frá Líb­anon inn í Ísra­el. Sagði talsmaður sam­tak­anna ekki hægt að kenna Palestínu­mönn­um um árás­irn­ar og að sam­tök­un­um væri ekki kunn­ugt um hver bæri ábyrgð á árás­un­um.

Hernaðaraðgerðir Ham­as væru gerðar frá Palestínu og það væri stefna þarlendra stjórn­valda að nota ekki grund­ir annarra Ar­ab­a­ríkja til að svara árás­um Ísra­ela. „Þetta er okk­ar staðfasta stefna,“ sagði hann.

Ísra­elsk­ir fjöl­miðlar höfðu eft­ir nafn­laus­um heim­ild­um inn­an ísra­elska hers­ins að loft­skeyt­in sem send voru frá Líb­anon til Ísra­el í morg­un gætu hafa verið á veg­um palestínskra hópa sem vildu hefna fyr­ir stríðið sem nú geys­ar á Gasa. 

Ísra­el og Hez­bollah sam­tök­in í Líb­anon háðu 34 daga stríð árið 2006, eft­ir að skæru­liðar líb­önsku Shiite sam­tak­anna hand­tóku tvo ísra­elska her­menn í mann­skæðu skyndi­á­hlaupi yfir landa­mær­in.  Í þeim átök­um skutu Hez­bolla­sam­tök­in meira en 4000 flug­skeyt­um inn í norðan­vert Ísra­el. Árás Hez­bolla kom í kjöl­far síðustu meiri­hátt­ar hernaðaraðgerð Ísra­el á Gaza.

Yfir 1200 Líb­an­ar og yfir 160 Ísra­el­ar lét­ust í átök­un­um. Flest­ir Líb­an­anna voru óbreytt­ir borg­ar­ar en flest­ir Ísra­el­anna her­menn.

Tæp­ar tvær vik­ur eru frá því að átök­in á Gasa­strönd­inni hóf­ust og hafa þau kosta rúm­lega 700 Palestínu­menn lífið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert