Ráðist á Ísrael frá Líbanon

Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í bænum Rafah á Gasaströndinni.
Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í bænum Rafah á Gasaströndinni. Reuters

Fjögur eldflaugaskeytum var beint að norðanverðu Ísrael frá Líbanon nú undir morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu AFP. Fimm særðust lítillega þegar flugskeytin lentu umhverfis bæinn Nahariya, að því er kemur fram í ísraelskum fréttamiðlum. BBC segir að Ísrael hafi látið sprengjum rigna yfir Gasaströndina í 60 loftárásum sem hófust á ný eftir að fyrsta þriggja klukkustunda löngu vopnahléi, sem komið var á til að hægt væri að flytja mat og lyf til Palestínumanna, lauk í gær. Meðal skotmarka voru lögreglustöðvar, starfsstöðvar Hamas, vopnabúr, skotpallar „og nokkrir vopnaðir byssumenn", að því er ísraelski herinn greindi frá.

Nærri 700 Palestínumenn og 11 Ísraelar hafa látist síðan átökin brutust út fyrir tólf dögum. Gert er ráð fyrir að friðarumleitanir hefjist von bráðar í Kaíró í Egyptalandi, en beðið er eftir því að samninganefnd Ísraela komi í borgina.

Ísrael er þó reiðubúið til að ganga enn harðar fram á Gasaströndina, að mati fréttamanns BBC sem er við Ísraelsku landamærin, nærri Rafah.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert