Ráðist á Ísrael frá Líbanon

Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í bænum Rafah á Gasaströndinni.
Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í bænum Rafah á Gasaströndinni. Reuters

Fjög­ur eld­flauga­skeyt­um var beint að norðan­verðu Ísra­el frá Líb­anon nú und­ir morg­un, sam­kvæmt heim­ild­um frétta­stofu AFP. Fimm særðust lít­il­lega þegar flug­skeyt­in lentu um­hverf­is bæ­inn Nahariya, að því er kem­ur fram í ísra­elsk­um fréttamiðlum. BBC seg­ir að Ísra­el hafi látið sprengj­um rigna yfir Gasa­strönd­ina í 60 loft­árás­um sem hóf­ust á ný eft­ir að fyrsta þriggja klukku­stunda löngu vopna­hléi, sem komið var á til að hægt væri að flytja mat og lyf til Palestínu­manna, lauk í gær. Meðal skot­marka voru lög­reglu­stöðvar, starfs­stöðvar Ham­as, vopna­búr, skot­pall­ar „og nokkr­ir vopnaðir byssu­menn", að því er ísra­elski her­inn greindi frá.

Nærri 700 Palestínu­menn og 11 Ísra­el­ar hafa lát­ist síðan átök­in brut­ust út fyr­ir tólf dög­um. Gert er ráð fyr­ir að friðarum­leit­an­ir hefj­ist von bráðar í Kaíró í Egyptalandi, en beðið er eft­ir því að samn­inga­nefnd Ísra­ela komi í borg­ina.

Ísra­el er þó reiðubúið til að ganga enn harðar fram á Gasa­strönd­ina, að mati frétta­manns BBC sem er við Ísra­elsku landa­mær­in, nærri Rafah.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert