Ráðist á stuðningsmenn Ísraela í Ósló

Mótmælin í miðborg Ósló voru afar ófriðsöm.
Mótmælin í miðborg Ósló voru afar ófriðsöm. Reuters

Um eitt þúsund mótmælendur árása Ísraela á Gaza strönd hópuðust að um fimm hundruð manna útifundi sem stuðningsmenn Ísrael efndu til í miðborg Ósló undir kvöld. Brenndu þeir ísraelska fánann og köstuðu bensínsprengjum. Beitti lögregla táragasi til að dreifa fjöldanum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Ósló er enn óvist með meiðsli, en vitað er að einn lögregluþjónn þurfti að leita á sjúkrahús til aðhlynningar. Stuðningsmenn Ísrael voru fluttir á brott með strætisvögnum um klukkustundu eftir að útifundur þeirra hófst. Engar handtökur voru gerðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert