Skotið á bíl með hjálpargögn

Embættismaður Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu segir, að Ísraelsher hafi skotið á flutningabíl, sem var að flytja hjálpargögn fyrir SÞ. Ökumaður bílsins lét lífið. Þykir ljóst að þetta muni auka mjög á þá spennu, sem þegar er milli Ísraelsmanna og starfsmanna SÞ á Gasasvæðinu.

Adnan Abu Hasna, talsmaður SÞ, segir að þetta hafi gerst í gær eftir að Ísraelsmenn lýstu yfir hléi á hernaðaraðgerðum svo hægt væri að koma hjálpargögnum til íbúða á svæðinu.

Hasna sagði að SÞ hefðu skipulagt flutningana í samráði við Ísraelsmenn og bíllinn hefði verið með fána og merki SÞ þegar skotið var á hann.

Ísraelsher segist vera að rannsaka málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert