Alríkisdómstóll í Miami í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag Charles McArthur Emmanuel Taylor, son Charles Taylor, fyrrum forseta Líberíu, í 97 ára fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í morðum og pyntingum í Líberíu.
Málið gegn Charles McArthur Emmanuel er fyrsta málið, sem kemur fyrir rétt í Bandaríkjunum í samræmi við lög frá 1994 sem heimiluðu réttarhöld þar í landi vegna pyntinga og ódæðisverka sem framin eru í öðrum löndum.