Vinsældir Browns dvína ört

Gordon Brown ferðast nú um Bretland þessa dagana og heimsækir …
Gordon Brown ferðast nú um Bretland þessa dagana og heimsækir fyrirtæki. Í dag heimsótti hann m.a. tölvufyrirtæki í Birmingham og kynnti sér starfsemi þess. AP

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur mistekist að sporna við auknum vinsældum breska Íhaldsflokksins, þrátt fyrir það hvernig hann hefur tekið á málum í núverandi efnahagsástandi. Frá þessu greinir breska dagblaðið The Sun.

Íhaldsflokkurinn nýtur nú stuðnings 41% kjósenda, skv. skoðanakönnun YouGov sem er birt á vefsíðu The Sun. Verkamannaflokkurinn nýtur stuðnings 34% þjóðarinnar og Frjálslyndi demókrataflokkurinn mælist með 15%.

Fram kemur í blaðinu að miðað við þessar tölur gætu íhaldsmenn myndað minnihlutastjórn undir forsæti David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins.

Það kemur jafnframt fram að leiðandi kaupsýslumenn í landinu séu smátt og smátt að missa trúna á Brown. Sl. haust jókst hins vegar stuðningur við hann lítillega. Þetta kemur fram í könnun sem breska dagblaðið The Independent birti í dag.

Þar segir að skv. könnun ComRes segjast aðeins 28% svarenda styðja við bakið á forsætisráðherranum. Það er 14 prósentustiga fall frá október þegar stuðningur við Brown mældist vera 42%.

Þá segjast aðeins 16% Breta hafa trú á Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Stuðningurinn hefur dregist saman um 25% á sama tímabili, þ.e. frá sl. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert