Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna segir að allir hlutaðeigandi aðilar muni bera ábyrgð á því verði ekki samið um vopnahlé á Gasasvæðinu á grundvelli hugmynda Frakka og Egtypta sem hann hefur sjálfur lýst stuðningi við. Hann segir ábyrgðina þó mesta hjá Ísraelum sem muni koma af stað fossi blóðs, gangi þeir ekki að slíku samkomulagi. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’raetz.
„Ef einhver aðili gengur ekki að samkomulaginu mun sá aðili því miður bera ábyrgðina á því að það náist ekki. Gangi Ísraelar ekki að samkomulaginu munu þeir bera ábyrgð á fossi flóðaúthellinga,” sagði hann. Þá lagði hann áherslu á að engan tíma mætti missa við að binda enda á átökin á Gasasvæðinu.
Abbas er nú staddur í Kaíró þar sem hann áttu fund með Hosni Mubarak, forseta landsins í morgun.Hann sagðist eftir fund sinn með Mubarak vonast til þess að Hamas-samtökin sem ráða Gasasvæðinu fallist á samkomulagsdrögin án þess að hika en sjálfur hefur Abbas engin völd á Gasasvæðinu. 780 Palestínumenn haf nú fallið í árásum og átökum við Ísraela og þrettán Ísraelar í árásum og átökum við Palestínumenn á undanförnum tveimur vikum.