Lausna leitað í landamæradeilunni

Reykur frá árásum Ísraela á Gasassvæðinu sést yfir landamærin til …
Reykur frá árásum Ísraela á Gasassvæðinu sést yfir landamærin til Egyptalands AP

Fulltrúar palestínsku Hamas-samtakanna eru nú í Egyptalandi þar sem þeir eiga viðræður við Egypta um hugsanlegar leiðir til að binda enda á átök Ísraela og herskárra Palestínumanna á Gasasvæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.  

Samkvæmt heimildumbreska blaðsins Timesvinna evrópskir samningamenn nú að því að setja saman drög að samkomulagi um að fulltrúar heimastjórnar Fatah á Vesturbakkanum taki þátt í landamæraeftirliti á landamærum Egyptalands og Gasasvæðisins. Ísraelar hafa sett það sem skilyrði fyrir því að hætta hernaði sínum á Gasasvæðinu að tryggt verði að vopnum verði ekki smyglað yfir landamærin. 

Bæði Egyptar og forsvarsmenn Hamas-samtakanna, sem ráða Gasasvæðinu, eru sagðir hafa lagst gegn því að erlendir eftirlitsmenn sjái um eftirlit þeirra megin landamæranna. 

Hugmyndin, sem nú er unnið með, mun hins vegar vera sú að liðsmenn Fatah verði skipaðir eftirlitsmenn á landamærunum og að tyrkneskir og franskir hermenn verði þeim til aðstoðar en þó ekki skilgreindir sem eftirlitsmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert