Barist í návígi í Gasaborg

Palestínumenn í Ramallah á Vesturbakkanum mótmæla hernaði Ísraela á Gasasvæðinu …
Palestínumenn í Ramallah á Vesturbakkanum mótmæla hernaði Ísraela á Gasasvæðinu í dag. AP

Ísra­elsk­ir her­menn eru nú komn­ir inn í Gasas­borg þar sem þeir börðust við her­skáa Palestínu­menn í ná­vígi í nótt. Fjór­tán Palestínu­menn lét­ust í átök­un­um en  ekki er ljóst hvort ein­hverj­ir óbreytt­ir borg­ar­ar voru þeirra á meðal. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Ha’a­retz.

Átök­in áttu sér stað í hverf­inu Sheikh Aj­leen í suðvest­ur­hluta borg­ar­inn­ar þar sem fylgi við Ham­as-sam­tök­in er hvað mest. Þykir það, hversu langt inn í borg­ina Ísra­els­her er kom­inn, vera merki þess að Ísra­el­ar séu að herða mjög á hernaði sín­um á Gasa­svæðinu.Tveir her­ská­ir Palestínu­menn létu einnig lífið þegar Ísra­els­her gerði loft­árás á bíl þeirra.

Ísra­els­her gerði rúm­lega 60 loft­árás­ir á Gasa­svæðið í nótt, m.a. á mosku í Rafah á suður­hluta svæðis­ins. Seg­ir her­inn mosk­una hafa verið notaða sem vopna­geymslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert