George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hyggst rita bók eftir að hann lætur af embætti síðar í mánuðinum. Þetta kom fram í viðtali við hann á bandarísku fréttastöðinni Fox news. Bush sagðist ekki viss um umfjöllunarefni sitt en taldi líklegt að hann fari yfir hans erfiðustu ákvarðanir sem forseti.
Þegar hann var spurður út í hversu langan tíma hann gæfi sér í bókina var fátt um svör. „Ég gæti sagt tvö ár og það gætu orðið fjögur ár. Ég myndi alla vega vilja klára hana,“ sagði Bush.