Þrír egypskir lögreglumenn og tvö börn slösuðust þegar þau fengu í sig sprengjubrot eftir loftárás Ísraela nærri landamærum Egyptalands og Gaza-svæðisins. Tveir lögreglumennirnir slösuðust alvarlega en einn þeirra og börnin tvö hlutu minniháttar meiðsli. Tugir húsa eyðilögðust einnig í sprengjuárásinni.
Talið er að skotmark Ísraela hafi verið 400 metra löng göng á milli Gaza og Egyptalands við landamærabæinn Rafah.