Egypsk börn slösuðust í sprengjuárás

Ísraelar hafa gert loftárásir á Rafah í dag. Meðal annars …
Ísraelar hafa gert loftárásir á Rafah í dag. Meðal annars eyðilagðist þessi Moska í einni árásinni. Reuters

Þrír egypskir lögreglumenn og tvö börn slösuðust þegar þau fengu í sig sprengjubrot eftir loftárás Ísraela nærri landamærum Egyptalands og Gaza-svæðisins. Tveir lögreglumennirnir slösuðust alvarlega en einn þeirra og börnin tvö hlutu minniháttar meiðsli. Tugir húsa eyðilögðust einnig í sprengjuárásinni.

Talið er að skotmark Ísraela hafi verið 400 metra löng göng á milli Gaza og Egyptalands við landamærabæinn Rafah.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert