Þúsundir breskra gyðinga söfnuðust saman í miðborg Lundúna í dag. Kölluðu þeir eftir friði fyrir botni miðjarðarhafs og fordæmdu Hamas-samtökin. Lundúnalögreglan segir að um fjögur þúsund manns hafi sótt fjöldafundinn en skipuleggjendur telja að um tuttugu þúsund hafi verið saman komin.
Fólkið safnaðist saman við Trafalgar torg. Beðnar voru bænir á hebresku og sungnir þjóðsöngvar Ísrael og Bretlands. Þrátt fyrir að nokkrir mótmælendur árása Ísraelmanna hafi einnig komið saman við torgið fóru mótmæli þeirra friðsamlega fram.