Mun bregðast skjótt við

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC ætla bregðast skjótt við þegar kemur að friðarumleitunum milli Palestínumanna og Ísrael, þ.e. eftir að hann tekur við embætti forseta. Obama gerði hins vegar minna úr lokun Gvantanamó-fangabúðanna á Kúbu.

Obama tekur við embætti 20. janúar nk. Í viðtalinu varði hann tregðu sína til að úttala sig um árásir Ísrelsmanna á Gaza en lofaði skjótum aðgerðum eftir 20. janúar. Sagðist hann m.a. vera setja saman hóp sem myndi einbeita sér að friðarumleitunum  í Mið-Austurlöndum. Hópurinn hefur vinnu sína eftir að Obama tekur við embætti og mun hann því eftirláta George Bush að tjá sig um málið þar til.

Þegar Obama var spurður út í lokun Gvantanamó-fangabúðanna sagði hann það mun erfiðara en fólk geri sér grein fyrir. Obama sagði ljóst að búðunum yrði lokað en það yrði líkast til of stór áskorun að gera það á fyrstu 100 dögunum í embætti.

Obama lofaði því þó að undir stjórn hans yrðu fangar ekki pyntaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert