Olmert: Nálgumst markmið okkar

Börn liggja á götunni á mótmælafundi gegn hernaðaraðgerðum Ísraela á …
Börn liggja á götunni á mótmælafundi gegn hernaðaraðgerðum Ísraela á Gasasvæðinu í Brussel í Belgíu í dag. , AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur lýst því yfir að Ísraelsher nálgist nú það markmið sem hann hafi sett sér með hernaðaraðgerðum sínum á Gasasvæðinu. Samkvæmt heimildum Palestínumanna hafa 29 Palestínumenn látið lífið í hernaðaraðgerðum Ísraela í dag, þar af 17 í Gasaborg. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

„Ísraelar eru að nálgast það markmið sem þeir hafa sett sér, en þó er enn þörf fyrir þolinmæði, staðfestu og athafnasemi,” sagði Olmert eftir ríkisstjórnarfund í Ísrael í dag. Er hann var spurður um hunsun Ísraela á kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé, sagði hann að enginn geti ákveðið fyrir Ísraela hvenær þeir ráðist til atlögu gegn óvinum sínum. 

Hamas samtökin, sem ráða Gasasvæðinu, hafa einnig lýst því yfir að þau hyggist ekki verða við kröfu öryggisráðsins. 

Palestínumenn segja 879 Palestínumenn hafa látið lífið frá því hernaðaraðgerðir Ísraelshers á Gasasvæðinu hófst þann 27. desember. Á sama tíma hafa tíu ísraelskir hermenn og þrír óbreyttir ísraelskir borgarar látið lífið í átökum og árásum Palestínumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert