Sextíu sagðir látnir á Gasa

Palestínumenn segja að 60 Palestínumenn hafi látið lífið í átökum og árásum Ísraela á Gasasvæðinu í dag, þar af sautján sem særðust í gær. Harðir bardagar hafa staðið á svæðinu í allan dag m.a í Sheikh Ajleen hverfinu í Gasaborg þar sem liðsmenn Hamas og Jihad samtakanna veittu ísraelskum hermönnum harða mótspyrnu.

Samkvæmt upplýsingum Ísraelshers voru loftárásir einnig gerðar á tugi jarðgangna sem notuð hafa verið til vopnasmygls, á landamærum Gasasvæðisins og Egyptalands.  

Avi Benayahu, talsmaður Ísraelshers, greindi frá því í dag að menn úr varaliði hersins hafi verið sendir inn á Gasasvæðið og að fleiri séu í þjálfun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert