Skotið á Ísraela á landamærum Sýrlands

Skotið var á ísraelska hermenn er þeir unnu að uppsetningu girðingar á landamærum Ísraels og Sýrlands í dag. Talsmaður Ísraelshers segir ekki vísbendingar um að sýrlenski stjórnarherinn hafi átt hlut að máli. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.  

Í síðustu viku var Katyusha flugskeytum skotið yfir landamærin til Ísraels frá Líbanon. í Fyrstu var talið að Hizbollah samtökin hefðu verið þar að verki en nú er talið líklegra að herskáir Palestínumenn hafi staðið á bak við árásirnar.

Sjö aðilar hafa verið handteknir í Líbanon vegna málsins en yfirvöld þar hafa ekki viljað greina nánar frá málsatvikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert