4 tonn af kókaíni gerð upptæk

Spænsk yfirvöld gerðu fjögur tonn af kókaíni upptæk í Galisíu í morgun. Einn var handtekinn í tengslum við efnið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og tollgæslu. Áhlaup var gert af lögreglu og tollgæslu þegar verið var að flytja eiturlyfin á land á strandlengjunni milli bæjanna Aguino og Ribeira. 

Þegar glæpamennirnir urðu varar við lögreglu kveiktu þeir í bátnum og forðuðu sér en lögregla hafði hendur í hári eins þeirra.

Á síðasta ári voru 21,8 tonn af kókaíni gerð upptæk af tollgæslu á Spáni. 

Kókaín
Kókaín AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert