Barátta Hamas-samtakanna og Ísraelshers fer ekki einvörðungu fram á Gasasvæðinu, en fylkingarnar heyja einnig áróðursstríð á netinu. Ísraelar hafa birt myndbönd á YouTube af árásum þeirra á meinta hryðjuverkamenn Hamas en Hamas-samtökin nýta sér Paltube til að sýna fram á að Ísraelsher fremji voðaverk á Gaza.
Þar sem báðir aðilar hafa takmarkað aðgengi fréttamanna að átakasvæðum þá hafa þeir brugðið á það ráð að heyja áróðursstríð í þeim tilgangi að hafa áhrif á almenningsálitið.
Ísraelar sýna myndir af hernaðaraðgerðum Ísraelshers gegn hryðjuverkamönnum á YouTube og íslömsku Hamas-samtökin sýna myndir á síðunni Paltube af „helför Síonista“ sem sé beint gegn saklausum borgunum.