Ban Ki-moon krefst vopnahlés

Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Reuters

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, krafðist þess í dag að Ísraelar og Palestínumenn hætti átökum á Gaza-svæðinu. Ban sagði þetta á fyrsta blaðamannafundi sínum á nýju ári. Bætti hann því við að of margir hefðu látið lífið til þessa, og nú væri nóg komið.

Ban kom einnig inn á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem í síðustu viku kallaði eftir vopnahléi. Bæði Ísraelar og Hamas-samtökin hunsuðu ályktun öryggisráðsins. Ban sagði því máli verða fylgt eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert