Leitar að tíræðum eiginmanni

Wang Guiying, 107 ára kínversk kona, hefur ákveðið að leita sér að eiginmanni. Hennar heitasta ósk er að hann sé kominn yfir tíræðisaldurinn, þannig að þau hafi eitthvað til að tala um. Kínverska dagblaðið Chongqing Times greinir frá.

Guiying segist alltaf hafa verið hrædd við hjónaband, sérstaklega þar sem konur höfðu lítil sem engin réttindi á uppvaxtaárum sínum í Guizhou-héraði. Horfði hún upp á konurnar í fjölskyldu sinni beittar ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna. Hjúskapur var því ógnvekjandi.

Guiying sem aldrei hefur gengið í hjónaband er hrædd um að hún sé orðin of mikil byrði fyrir frændfólk sitt, en eftir að hún fótbrotnaði fyrir fimm árum varð hún að hætta að sinna ýmsum heimilisstörfum, s.s. að þvo af sér.

Yfirvöld í Chongqing hafa tjáð fjölskyldu Guiying, að þau muni hjálpa til við leitina og var þeim einnig ráðlagt að hafa samband við öldrunarheimili borgarinnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert