Loftárásir halda áfram

Ísraleskt herlið á leið inn til Gaza.
Ísraleskt herlið á leið inn til Gaza. AMIR COHEN

Ísraelskar herflugvélar hæfðu um 12 skotmörk á Gaza aðfaranótt mánudags. Það eru fæst skotmörk að næturlagi í 17 daga gömlu stríði Ísraela á hendur Hamas-samtökunum. Meðal skotmarka voru vopnabúr á heimilum Hamas-manna, göng notuð til smygls og hópar vígamanna, að sögn ísraelska hersins.

Frá því að aðgerðir Ísraela hófust þann 27.desember síðastliðinn hefur flugherinn sprengt a.m.k. 30 skotmörk á svæðinu fyrir utan nýársdag þegar 20 árásir áttu sér stað.

Engum eldflaugum var skotið frá Gaza yfir til Ísrael í nótt og er það þriðja nóttin í röð, vígamenn á Gaza hafa skotið eldflaugunum eftir dögun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert