Dómari í New York úrskurðaði í dag, að kaupsýslumaðurinn Bernard Madoff fái áfram að ganga laus gegn tryggingu en saksóknarar kröfðust þess að Madoff yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að tryggja að hann kæmi ekki undan eignum.
Dómarinn úrskurðaði þó jafnframt, að Madoff yrði að afhenda lista yfir muni í íbúð sinni og leyfa öryggisfyrirtæki að yfirfara listann og íbúðina.
Madoff varð uppvís að því að svíkja yfir 50 milljarða dala út úr stofnunum og einstaklingum, sem treystu honum fyrir fjármunum. Eftir að Madoff var handtekinn reyndi hann að senda vinum og ættingjum skartgripi og aðra muni, metna á yfir 1 milljón dala.