Mannfólk á matseðlinum?

Brimbretti með bitfari eftir hákarl.
Brimbretti með bitfari eftir hákarl. HO

Grimmilegar árásir frá hákörlum við strendur Ástralíu hefur valdið skelfingu meðal sumarleyfisgesta sem heyra sögur af því að skepnurnar ráðist nú í auknum mæli á mannfólk. Þrjár árásir voru gerðar á fólk á sundi innan sólarhrings frá sunnudegi fram á mánudag.

Árásirnar voru gerðar aðeins tveimur vikum eftir að hákarl réðst á kafara og hafa árásirnar vakið upp umræður um hvort ofveiði hafi nú komið mannfólkinu á matseðil hákarlanna. „Mannfólkið er næst í röðinni í fæðukeðjunni,“ sagði hákarlaveiðimaðurinn Vic Hislop í útvarpsviðtali. „Þetta á eftir að versna.“ Að sögn sérfræðinga eru þó engin haldbær vísindaleg rök fyrir þessarri útskýringu.

51 árs gamall bankastarfsmaður, Brian Guest, hvarf í blóði og sporðaköstum þegar hann var að kafa með syni sínum suður af Perth á vesturströnd Ástralíu þann 27. desember. Þá særðist brimbrettakappi við austurströnd Sidney og annar í Tasmaníu á sunnudag. Í dag reif svo hákarl fót af kafara suður af Sidney.

Mikið hefur verið fjallað um árásirnar í áströlskum dagblöðum og hafa æsilegar og nákvæmar lýsingar auk ljósmynda fylgt frásögnunum.

Enn er meðaltal slíkra árása 1,2 á ári síðustu 50 árin og að sögn hákarlasérfræðingsins John West hefur árásunum fækkað ef eitthvað er, sé miðað við fjölgun mannkyns.

Bethany Hamilton brimbrettakona missti vinstri handlegg í kjaft hákarls árið …
Bethany Hamilton brimbrettakona missti vinstri handlegg í kjaft hákarls árið 2003. HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert