Norskir læknar sagðir hafa skýlt Hamasleiðtogum

Norsku læknarnir Mads Gilbert og Erik Fosse á Gasasvæðinu. Þeir …
Norsku læknarnir Mads Gilbert og Erik Fosse á Gasasvæðinu. Þeir héldu heim á leið á laugardag. AP

Ísraelskt dagblað segir að leiðtogar Hamassamtakanna hafi falið sig í kjallara sjúkrahúss á Gasasvæðinu þar sem norskir læknar hafa starfað.  Að sögn Reutersfréttastofunnar sakar Ísraelsstjórn leiðtoga Hamas um að fela sig fyrir Ísraelsher á sjúkrahúsum og erlendum sendiskrifstofum.

Norska blaðið Aftenposten vísar til ísraelska blaðsins Yediot Ahronoth, sem sagði um helgina að Hamasleiðtogar hefðu falið sig í kjallara Shifa sjúkrahússins þar sem norsku læknarnir Erik Fosse og Mads Gilbert störfuðu þar til á laugardag. Þá héldu norsku læknarnir heim á leið en Muhammad Abu Arab og Johannes Brattebø komu í staðinn. Arab starfar sem læknir á Ullevaal háskólasjúkrahúsinu en Brattebø starfar á sjúkrahúsinu í Voss.

Margir leiðtogar Hamas létu sig hverfa og skáru á öll tengsl við blaðamenn þegar Ísraelsmenn hófu hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu 27. desember. Hamas vísar því hins vegar á bug, að leiðtogar þeirra óttist Ísraelsmenn og Mushir al-Masr, talsmaður samtakanna, sagði að félagar í þeim þráðu ekkert heitara en deyja píslarvættisdauða en Allah hefði skipað þeim að fórna sér ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert