50 milljarða aðgerðir í Þýskalandi

Angela Merkel, kanslari Þýskaland.
Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Reuters

Þýska ríkisstjórnin komst í nótt að samkomulagi um 50 milljarða evru aðgerðapakka sem er ætlað að örva þýskt efnahagslíf og vinna á samdráttarskeiði sem gert hefur vart við sig innan stærsta efnahagskerfis Evrópu.  Aðgerðapakkinn er ætlaður til tveggja ára og inniheldur m.a. áætlun um að fjárfestingar í innviðum landsins upp á 17-18 milljarða evra auk skattalækkana fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Á blaðamannafundi í nótt sögðu talsmenn stjórnarflokkanna CDU og SPD að meðal annars væri áformað að skera niður framlög einstaklinga til heilbrigðistryggingakerfisins og einfalda reglur við myndun tímabundinna starfa.

Hagfræðingar hafa bent á að aðgerðir stjórnvalda muni ekki bera mikinn árangur þar sem helsti styrkur þýska efnahagskerfisins, útflutningsgeirinn, sé nú veikasti blettur þess þar sem efnahagskreppa á heimsvísu komi niður á eftirspurn.

Kosið verður um aðgerðirnar í  þýska þinginu um næstu mánaðarmót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert