Bush sæmir Blair orðu

George W. Bush veitir Tony Blair Frelsisorðuna.
George W. Bush veitir Tony Blair Frelsisorðuna. Reuters

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti hef­ur sæmt Tony Bla­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Breta, æðstu borg­ara­legu orðu Banda­ríkj­anna.

Tveir aðrir af helstu banda­mönn­um Bush í for­setatíð hans, Al­varo Uri­be, for­seti Kól­umb­íu, og John How­ard, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, fengu einnig Frels­isorðuna við at­höfn í Hvíta hús­inu í dag.

Bla­ir og How­ard studdu Bush í inn­rás­inni í Af­gan­ist­an árið 2001, þegar stjórn talib­ana var steypt af stóli, og einnig í Íraks­stríðinu árið 2003.

Bush læt­ur af embætti eft­ir viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert