Hundruð myrt í A-Kongó

Heimilislaus börn bíða eftir matargjöfum í A-Kongó.
Heimilislaus börn bíða eftir matargjöfum í A-Kongó. Reuters

Úgandski upp­reisn­ar­hóp­ur­inn And­spyrnu­her Drott­ins hef­ur að sögn Sam­einuðu þjóðanna myrt í það minnsta 537 manns og rænt öðrum 408 í norðaust­ur­hluta Aust­ur-Kongó. Þá hafa 104.000 manns neyðst til að flýja átök sem brut­ust út í sept­em­ber síðastliðnum í héraðinu sem á landa­mæri að Suður-Súd­an og Úganda.

„Marg­ir þeirra sem hafa flúið heim­ili sín eru enn á ver­gangi, sér­stak­lega í ná­grenni bæj­ar­ins Fara­dje sem varð illa úti í átök­um í kring­um jól­in,“ seg­ir Ron Red­mond, talsmaður Flótta­mála­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna.

Herlið frá Aust­ur-Kongó, Úganda og Suður-Súd­an hafa háð sam­eig­in­lega bar­áttu gegn And­spyrnu­hern­um frá því í des­em­ber en það hef­ur orðið til að auka á of­beldi af hendi upp­reisn­ar­manna í garð al­mennra borg­ara.

Red­mond seg­ir starfs­menn Flótta­manna­stofn­un­ar­inn­ar hafa mikl­ar áhyggj­ur af ör­lög­um íbú­anna sem séu fast­ir á átaka­svæðum á landa­mær­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert