Sænskar kýr rólegar í jarðskjálfta

Óvíst er með áhrif suðurlandsskjálftans á íslenskar kýr.
Óvíst er með áhrif suðurlandsskjálftans á íslenskar kýr. mbl.is/RAX

Rann­sókn­ar­menn frá land­búnaðar­há­skóla Svíþjóðar (SLU) hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að ekki er hægt að reiða sig á hegðun kúa til að sjá fyr­ir jarðskjálfta. Segja þeir að kýr sem aðeins voru fimm kíló­metr­um frá upp­tök­um stóra skjálft­ans á Skáni að morgni 16. des­em­ber sl. hafi vart hreyft legg né lið, hvorki fyr­ir, á meðan eða eft­ir skjálft­ann.

Safnað var sam­an gögn­um hjá átta kúm í hjörð á suður Svíþjóð sem bera háþróuð mæli­tæki, s.s. GPS-tæki og fleiri tæki til að fylgj­ast með hreyf­ing­um þeirra. „Mjög lítið, ef nokkuð, bend­ir til þess að kýrn­ar hafi skynjað skjálft­ann áður en hann varð, og eða orðið fyr­ir áhrif­um af hans völd­um,“ sagði And­ers Her­lin hjá SLU við sænska dag­blaðið Lant­bru­kets Affärstidn­ing.

Tvær kúnna stóðu upp rétt áður en skjálft­inn varð, tvær stóðu þá þegar en aðrar tvær lágu all­an tím­ann og góða stund eft­ir skjálft­ann.

Jarðskjálft­inn mæld­ist 4,7 stig á Rict­her og er öfl­ug­asti skjálfti sem orðið hef­ur á svæðinu í mörg ár.

Þrátt fyr­ir lítið úr­tak seg­ir Her­lin auðvelt að draga þá álykt­un að kýr séu ekki mjög næm­ar á jarðskjálfta.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka