Seldi fjórtán ára dóttur sína

Bandarískur karlmaður var handtekinn eftir að hann reyndi að selja fjórtán ára dóttur sína fyrir tvær milljónir króna (16.000 dollara), hundrað kassa af bjór og nokkra kassa af kjöti. Faðirinn seldi átján ára gömlum pilti stúlkuna. Upp komst um málið þegar sá gat ekki greitt söluverðið að fullu. Faðirinn hafði þá samband við lögregluna.

Maðurinn verður ákærður fyrir mansal en pilturinn var einnig handtekinn og verður ákærður fyrir samræði fyrir stúlku undir lögaldri. Stúlkunni var komið fyrir hjá ættingjum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka