Slapp undan grýtingu

Tveir íranskir karlmenn voru grýttir til bana í borginni Mashhad í norðaustur Íran seint í síðasta mánuði. Mennirnir voru dæmdir fyrir framhjáhald. Þriðji maðurinn sem átti að grýta vegna sömu saka náði hins vegar að komast undan og var lífi hans því þyrmt.

Hefðbundið er að karlmenn sem grýta á, séu grafnir upp að mitti – en konur upp að háls. Böðlarnir standa svo í kringum hinn dæmda og grýta í hann steinum þar til hann lætur lífið. Takist viðkomandi hins vegar að komast upp úr holunni er hinum sama veitt frelsi. Er þetta samkvæmt íslömskum lögum.

Dauðadómum með grýtingu hefur fækkað í Íran á undanförnum árum, eða alla vega þeim skiptum sem stjórnvöld í Íran greina frá þeim.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert