Tilkynnt var í dag að störfum á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, stærsta sjúkrahúsi Svíþjóðar og einu stærsta og tæknivæddasta háskólasjúkrahúsi Evrópu, verði fækkað um 900 á næstunni. Halli hefur verið á rekstri sjúkrahússins í mörg ár en stjórnendur þess segja, að kostnaður fari nú vaxandi.
Gert er ráð fyrir að allt að 600 manns verði sagt upp og að auki verði ekki ráðið í stöður sem losna. Samtals vinna um 15.800 manns á sjúkrahúsinu, sem varð til við samruna tveggja sjúkrahúsa árið 2004.