Gengi hlutabréfa lækkar

Frá kauphöllinni í New York.
Frá kauphöllinni í New York. Reuters

Gengi hluta­bréfa lækkaði veru­lega í kaup­höll­um í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu í dag vegna nýrra upp­lýs­inga um að smá­sala hefði dreg­ist meira sam­an vestra en gert var ráð fyr­ir og fleiri slæmra frétta af þró­un­inni í efna­hags­mál­um.

Hluta­bréfa­vísi­tal­an Dow Jo­nes í New York lækkaði um 2,95% og Nas­daq-vísi­tal­an um 3,67%. Var það einkum rakið til þess að sam­kvæmt nýj­um hag­töl­um minnkaði smá­sal­an í Banda­ríkj­un­um í des­em­ber um 2,7%, rúm­lega helm­ingi meira en spáð hafði verið. Frétt­ir um að bank­ar á borð við HSBC og Citigroup ættu í meiri erfiðleik­um en talið var höfðu einnig áhrif.

Hluta­bréfa­vísi­tal­an FTSE 100 í London lækkaði um 4,97%. Í Par­ís lækkaði helsta hluta­bréfa­vísi­tal­an um 4,56% og í Frankfurt um 4,63% eft­ir að skýrt var frá því að lands­fram­leiðslan í Þýskalandi hefði minnkað um 1,5-2% á síðasta fjórðungi liðins árs frá þriðja fjórðungn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert