Hvíta húsið segir bin Laden einangraðan

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington. AP

Talsmaður Hvíta hússins segir að nýleg hljóðupptaka með skilaboðum frá Osama bin-Laden, að því er talið er, sýni fram á að leiðtogi al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna sé einangraður.

Á hljóðupptökunni má heyra bin Laden hvetja múslíma að hefja heilagt stríð gegn Ísrael, sem berjist nú við Hamas-liða á Gaza-svæðinu. Þá fordæmir hann ríkisstjórnir arabaríkja, sem hann segir að séu bandamenn Ísraelsríkis.

Upptakan, sem var birt á vefsíðum íslamskra öfgamanna, er sú fyrsta frá bin Laden frá því í maí í fyrra. Hún skýtur upp kollinum um þremur vikum eftir að Ísraelar hófu hernaðaraðgerðir sínar á Gaza.

„Svo virðist sem að upptakan sýni fram á einangrun hans og ítrekaðar tilraunir hans til að láta taka mark á sér á tíma þegar menn eru farnir að efast um og ögra hugmyndafræði, verkefnum og stefnu al-Qaeda,“ segir Gordon Johndroe, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins.

Mynd af Osama bin Laden frá 1998.
Mynd af Osama bin Laden frá 1998. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert