100 milljarðar dala til að taka á vanda heimilanna

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Ríkisstjórn Barack Obama, verðandi forseta Bandaríkjanna, mun verja um 100 milljörðum dala til að takast á við helsta vanda heimilanna í landinu, þ.e. að greiða niður skuldir af íbúðarlánum. Þetta er hluti af björgunarpakkanum sem demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa samþykkt.

Lawrence Summers, aðalráðgjafi Obama í efnahagsmálum,  segir að ríkisstjórn Obama muni verja á bilinu 50-100 milljörðum dala til að takast á við neyð heimilanna í landinu, en kreppan hefur leitt til þess að margar fjölskyldur hafa misst heimili sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka