Ban fordæmir árás á hús SÞ

Ísraelskar herþyrlur skjóta blysum yfir Gasaborg.
Ísraelskar herþyrlur skjóta blysum yfir Gasaborg. Reuters

Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, for­dæmdi sprengju­árás Ísra­els­manna á höfuðstöðvar Flótta­manna­stofn­un­ar SÞ í Gasas­borg í morg­un og krefst rann­sókn­ar. Hann hef­ur eft­ir Ehud Barak, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, að árás­in hafi verið „al­var­leg mis­tök."

Talsmaður Flótta­manna­stofn­un­ar SÞ sagði í dag að þrjár for­fór­sprengj­ur hefðu lent á bygg­ing­unni þar sem hundruð óbreyttra borg­ara höfðu leitað skjóls und­an árás­um Ísra­els­manna. Sagði talsmaður­inn að þrír starfs­menn SÞ að minnsta kosti hefðu særst.

Þá stend­ur sjúkra­hús í Gasa­borg í ljós­um log­um eft­ir sprengju­árás­ir Ísra­els­manna í morg­un. Ekki er ljóst hvort mann­tjón varð þar. Flótta­fólk hafði einnig leitað sér skjóls í sjúkra­hús­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert