Ban fordæmir árás á hús SÞ

Ísraelskar herþyrlur skjóta blysum yfir Gasaborg.
Ísraelskar herþyrlur skjóta blysum yfir Gasaborg. Reuters

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi sprengjuárás Ísraelsmanna á höfuðstöðvar Flóttamannastofnunar SÞ í Gasasborg í morgun og krefst rannsóknar. Hann hefur eftir Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, að árásin hafi verið „alvarleg mistök."

Talsmaður Flóttamannastofnunar SÞ sagði í dag að þrjár forfórsprengjur hefðu lent á byggingunni þar sem hundruð óbreyttra borgara höfðu leitað skjóls undan árásum Ísraelsmanna. Sagði talsmaðurinn að þrír starfsmenn SÞ að minnsta kosti hefðu særst.

Þá stendur sjúkrahús í Gasaborg í ljósum logum eftir sprengjuárásir Ísraelsmanna í morgun. Ekki er ljóst hvort manntjón varð þar. Flóttafólk hafði einnig leitað sér skjóls í sjúkrahúsinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert