Tékkar, sem veita Evrópusambandinu forustu fyrri hluta ársins, sendu í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem sprengjuárás Ísraelsmanna á byggingu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Gasaborg í morgun er fordæmd. Er þess krafist, að Ísraelsmenn grípi til aðgerða til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.
„Forsetaembætti Evrópusambandsins krefst þess, að Ísrael grípi til aðgerða til að tryggja að árásir á óbreytta borgara og mannúðarsamtök endurtaki sig ekki, slíkt er einfaldlega óviðunandi," segir í yfirlýsingunni.