Hraktir aftur til hafs

Fólk sem mun vera frá Búrma eða Bangladess og fannst …
Fólk sem mun vera frá Búrma eða Bangladess og fannst illa til reika í Aceh í Indónesíu eftir að bátur þess hafði strandað Reuters

Hermenn í Taílandi handtaka ólöglega innflytjendur frá Búrma og Bangladess, sem reyna að komast sjóleiðis til landsins, binda hendur þeirra og reka þá aftur í báta sem síðan eru dregnir á haf út og skildir eftir. Þetta fullyrðir fólk sem komist hefur lífs af eftir að hafa orðið fyrir þessari meðferð, að sögn BBC.

Innflytjendurnir hafa greitt smyglurum peninga fyrir að flytja sig í skipum yfir til Taílands en eru oft settir í fyrstu í einangrunarbúðir á eynni Koh Sai Daeng. Fólkið er síðan rekið burt án þess að hafa með sér um borð umtalsverðan forða af mat og vatni.

 Verið að er að hlynna að um 500 ólöglegum innflytjendum í búðum á Andaman-eyjum, sem tilheyra Indlandi, og Indónesíu en fólkinu var bjargað á síðustu stundu. Var það sumt illa haldið eftir að hafa þjáðst af þorsta á sjónum.

 Embættismenn Taílandstjórnar hafa ekki viljað tjá sig um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert