Miliband fordæmir stríð gegn hryðjuverkum

David Miliband
David Miliband POOL

Ut­an­rík­is­ráðherr­ann breski, Dav­id Mili­band, gagn­rýndi í morg­un harka­lega stríðið gegn hryðju­verk­um, sem banda­rísk yf­ir­völd hafa leitt. Hann kallaði eft­ir alþjóðlegri sam­stöðu um að í framtíðinni yrði lög­um fram­fylgt en þau ekki hunsuð.

Mili­band seg­ir hryðju­verka­stríðið mis­tök

Mili­band kallaði einnig eft­ir því að fanga­búðum í Gunt­anamo yrði lokað og að nýtt tíma­bil hæf­ist sem myndi fela í sér lýðræðis­leg tæki­færi frek­ar en ótta og kúg­un. Mili­band flutti ræðu sína í Mumbai, en í nóv­em­ber var gerð þar hryðju­verka­árás sem banaði 164. Ræðan er ein sú fyrsta sem hátt­sett­ur bresk­ur emb­ætt­ismaður flyt­ur op­in­ber­lega gegn hryðju­verka­stríðinu sem hófst árið 2001. Mili­band skrifaði rit­stjórn­ar­grein í dag­blaðið Guar­di­an sem birt var í dag þar sem hann hélt því sama fram.

Bresk stjórn­völd hafa ekki notað hug­takið „stríð gegn hryðju­verk­um“ síðan árið 2006 og, að því er Mili­band seg­ir, er ástæðan sú að hug­takið er vill­andi og mis­skilið.

„Sagn­fræðing­ar munu dæma um hvort það hef­ur gert meira gagn en ógagn. En við verðum að horfa til framtíðar og mæta þeim áskor­un­um sem við stönd­um frammi fyr­ir,“ sagði Mili­band.

Með ræðu sinni ger­ir Mili­band lítið úr kenn­ing­um Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seta um hvernig berj­ast skal gegn hryðju­verk­um. Sú kenn­ing hef­ur verið við lýði frá því ráðist var á Banda­rík­in 11. sept­em­ber 2001.  Mili­band neit­ar því hins veg­ar að tíma­setn­ing ræðu hans teng­ist því að Bush er  á síðustu metr­un­um í embætti.

Mili­band sagði að skip­un Obama á  Hillary Cl­int­on sem ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna sýndi að til­von­andi Banda­ríkja­stjórn berg­málaði sín­ar eig­in hugs­an­ir um að nýta snjalla blöndu af valdi, hernaðarmætti og ráðsnilld.  

„Nýja stjórn­in hef­ur lífs­regl­ur sem ganga mjög vel upp við  þau gildi og for­gangs­mál sem ég er að tala um,“ er haft eft­ir Mili­band í Guar­di­an.

Fyrr í vik­unni hitti Mili­band for­sæt­is­ráðherra Ind­lands, ásamt fleiri þjóðarleiðtog­um, til að ræða rann­sókn árás­anna í Mumbai.  Mili­band sagði blaðamönn­um að hann væri sam­mála full­yrðing­um In­verja um að her­skáu sam­tök­in Lashk­ar-e-Taiba hefðu gert árás­irn­ar. Sam­tök­in eru frá Pak­ist­an og Mili­band seg­ir Pak­ist­ana bera ábyrgð á því að ráðast að rót­um Lashk­ar.

Mili­band tók þó fram að hann gæti ekki verið sam­mála þeirri álykt­un Ind­verja að pak­ist­anska ríkið hefði tekið þátt í árás­inni. Ásak­an­ir í þá veru hafa valdið spennu milli ríkj­anna tveggja sem bæði eru víg­bú­in kjarn­orku­vopn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert