Árás á Hamas-leiðtoga siguryfirlýsing?

Slasaðir fluttir úr húsinu þar sem Said Siam lét lífið.
Slasaðir fluttir úr húsinu þar sem Said Siam lét lífið. AP

Mohammed Nazzal, einn af leiðtog­um Palestínsku Ham­as-sam­tak­anna, hét í gær hefnd­um fyr­ir árás Ísra­ela á Said Siam (Sayyam), einn af þrem­ur hæst settu leiðtog­um Ham­as-sam­tak­anna á Gasa­svæðinu, á Al-Jazeera sjón­varps­stöðinni. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Ha’a­retz.

Siam, sem gegndi embætti inn­an­rík­is­ráðherra í rík­is­stjórn Ham­as á svæðinu, lét lífið í loft­árás Ísra­els­manna á heim­ili bróður hans í Gasa­borg í gær. Siam var stofn­andi lög­reglu­sveita Ham­as-sam­tak­anna og einn helsti hvatamaður þess að Ham­as-sam­tök­in tóku völd­in á Gasa­svæðinu árið 2007.

Frétta­skýrend­ur í Ísra­el, segja að svo virðist sem til­gang­ur Ísra­els­hers með árás­inni á Siam hafi verið sá að und­ir­strika sig­ur sinn í hernaðaraðgerðunum á Gasa­svæðinu sem staðið hafa í þrjár vik­ur. Þrátt fyr­ir að enn liggi ekki op­in­ber staðfest­ing á því er talið að sam­komu­lag um vopna­hlé liggi að mestu fyr­ir á milli deiluaðila með milli­göngu Egypta.

Rúm­lega þúsund Palestínu­menn eru sagðir hafa látið lífið í árás­um Ísra­ela og átök­um við þá og eru skemmd­ir á Gasa­svæðinu sagðar gríðarleg­ar.

Said Siam
Said Siam AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert