Bandaríkin og Ísrael undirrita samkomulag um Gaza

Bandaríkin og Ísrael hafa undirritað samkomulag þess efnis að unnið verði að því að koma í veg fyrir allt vopnasmygl yfir landamærin til Gaza. Utanríkisráðherra Ísraels segir að þetta sé mikilvægt skref í friðarátt.

Hátt settir embættismenn hafa fundað í Washington í Bandaríkjunum og Egyptalandi í dag í þeim tilgangi að binda enda á stríðsátökunum á Gaza.

Ein af lykilkröfum Ísraela er að komið verði í veg fyrir að Hamas-liðar geti smyglað vopnum frá Egyptalandi yfir landamærin til Gaza.

Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, sem er staddur á Gaza, segir sjá mikla eyðileggingu á svæðinu. Þá segir hann að aðstæður palestínskra fjölskyldna á svæðinu séu afar bágar.

Fréttaskýrandinn, sem komst til Rafah frá Egyptalandi á föstudag, segir að þrátt fyrir að Ísraelsher hafi miðað á ákveðin skotmörk þá sé ljóst að hýbýli saklausra borgara og leikvellir hafi eyðilagst í árásunum.

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, undirrituðu …
Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, undirrituðu samkomulagið í Washington í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert