Bush segir árangur sinn ótvíræðan

 George Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseti, sagði í kveðjuræðu sinni til bandarísku þjóðarinnar í gærkvöldi að samviska sín væri hrein enda hafi hann í forsetatíð sinni ávalt leitast við að gera það sem hann hafi talið rétt. Sumt sagði hann þó að hann myndi gera öðru vísi fengi hann að gera hlutina í annað sinn. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

„Það eru hlutir sem ég myndi geraöðru vísi fengi ég annað tækifæri til þess, “ sagði hann. „Ég hef þó alltaf gert það sem ég taldi vera þjóð okkar fyrir bestu. Ég hef látið samvisku mína ráða og gert það sem ég hef talið rétt. Þið eruð kannski ekki sammála öllum þeim erfiðu ákvörðunum sem ég hef tekið en ég vona að þið getið verið sammála mér um að ég hafi verið reiðubúinn til að taka erfiðar ákvarðanir.”

Þá sagði hann eðlilegt að skiptar skoðanir séu á sumum aðgerðum og ákvörðunum hans í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum árið 2001. Hann sagði árangur þeirra þó óumdeilanlegan. „Í sjö ár hefur ekki verið gerð hryðjuverkaárás á bandarískru landi,” sagði hann.

Bush hvatti einnig Bandaríkjamenn til bjartsýni þrátt fyrir þá efnahagslegu erfiðleika sem nú séu að ganga yfir. „Við munum enn á ný sýna heiminum fram á styrk og þol bandarískrar frjálshyggju,” sagði hann.

George W. Bush Bandaríkjaforseti er hann flutti bandarísku þjóðinni kveðjuræðu …
George W. Bush Bandaríkjaforseti er hann flutti bandarísku þjóðinni kveðjuræðu sína í gærkvöldi. AP
Dætur forsetans Barbara Bush og Jenna Hager og systir hans …
Dætur forsetans Barbara Bush og Jenna Hager og systir hans Doro Bush voru viðstaddar er Bush flutti ræðu sína AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert