„Síðasta tækifæri“ Rússa og Úkraínumanna

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, mun eiga fund með Júlíu Tímósjenkó …
Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, mun eiga fund með Júlíu Tímósjenkó í Moskvu á morgun. AP

Evrópusambandið þrýstir mjög á að Rússar og Úkraínumenn finni lausn á gasdeilunni, en sambandið jók þrýstinginn í dag. Skrúfað hefur verið fyrir gasið sem hefur flætt í gegnum úkraínskar gasleiðslur til Evrópu á kaldasta tíma ársins. Þjóðverjar segja að Rússar verði að heiðra gerða orkusamninga.

Valdimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, er nú staddur í Þýskalandi í opinberri heimsókn. Hann mun eiga fund með Júlíu Tímósjenkó, forsætisráðherra Úkraínu, á morgun í Moskvu til að ræða gasdeiluna. Framkvæmdastjórn ESB segir að slíkur fundur sé síðasta tækifæri til lausnar.

„Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að fundirnir næstu daga muni verða síðasta og besta tækifærið fyrir Rússa og Úkraínumenn að sýna fram á að þeim sé alvara varðandi það að finna lausn á deilunni,“ sagði Johannes Laitenberger, talsmaður framkvæmdastjórnar ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert